Sunday, August 12, 2012

Suður tæland

Komið var að kveðjustund í kambódíu! James og Emma flugu til Bangkok thar sem James hafði fengið salmonellu á einum af veitingastöðunum sem við borðuðuðum á og thurfti í flýti að komast á "almennilegan spítala". Við Anita tókum ódýru leiðina til tælands og lá leiðin einnig til Bangkok. Ferðin hófst vel til að byrja með, venjuleg rúta með aircon en tho engu klósetti svo haldið var í sér að landamærunum. Allt gekk eins og í sögu thar til eftir að hafa fengið visa inn í landið var af einhverjum ástæðum öllum "bakpokaferðalöngum bent á að bíða í einhverju litlu herbergi thar sem við vorum látin bíða í góðan klukkutíma eftir rútunni okkar. Við vorum um 15 manns sem biðum og brá okkur svolítið thegar "rútan" renndi í hlaðið. Okkur var semsagt öllum troðið í lítinn 7 manna minivan með aircon sem var svo lélegt að thað hefði virkað betur ef bílstjórinn hefði bara snúið sér við reglulega og blásið yfir okkur. Ferðin í thessum bíl stóð yfir í rúma 4 tíma og var samt alls ekki svo slæm vegna thess að ég leið algjörlega útaf vegna súrefnusskorts mest megnis ferðarinnar. Loks var okkur hleypt út á koh san road í bangkok og var thad fyrst thá sem maður náði andanum og fann bak og hálsverkina koma. Við hrysstum thetta fljótt af okkur, keyptum okkur rútu og ferju til koh phangan sem fór seinna um kvöldið og röltum svo um Bangkok. Thad var svo á koh san road sem við hittum Eyjo, Líney, Helgu, Guðrúnu, Magga og Dóra fyrir hálfgerða tilviljun á röltinu. Við fórum svo saman í rútu um kvöldið til surat thani og thaðan með ferju til koh phangan. Við Anita hentum draslinu okkar upp á hótel og fórum svo beint á ströndina að hitta thorhildi og möggu. Eftir Menningasjokkið í kambódíu var mjög fínt að skella sér í rólegheitin og sólina í suður tælandi! Til að byrja með stóðu tho rólegheitin ekki lengi yfir thar sem mánaðalega Full moon hátíðin stóð yfir thar sem við íslendingarnir skemtum okkur konunglega eins og sjá má á myndunum á facebook! Eftir full moon var planið hjá okkur Anitu að fara á koh tao en thar sem að fullt var í alla báta skelltum við okkur með möggu og thorhildi til koh samui. Koh samui var frábær eyja, ódýrar gistingar, geggjuð strönd og kristaltær sjór! Við eyddum tharna 3 góðum dögum og sleiktum sólina, ásamt thvi fórum í magnaða snorkling ferð með möggu og thorhildi til koh tao thar sem við snorkluðum í tærasta sjó sem við höfðum séð með allskonar fiskum. Eftir koh samui var næsti stoppustaður Krabi. Krabi var rólegur staður og eins og oft áður á suður tælandi var dögunum eytt í rólegheitum á ströndinni. Anita veiktist svo mjög illa af malarílyfjunum og var thvi voða lítið sofið nóttina aður en vid fórum yfir á phiphi thar sem hun ældi á 5 min fresti í 7 tíma! Við áttum svo bát til phiphi 8 um morgun og stauluðumst á lappir eftir 2 tíma svefn! Thegar við komum til phiphi vissum við ekkert hvar við ætluðum að gista né hvar væri gott að vera og thar sem við vorum á "party" ströndinni áttum við mjög erfitt með að finna okkur hotel sem var ekki sjabbí og overpriced svo við enduðum á thvi að labba í góða 6 tíma í leit af hóteli með bakpokana í 30 stiga hita thar sem engir bílar né vegir eru á phiphi! við náðum kannski ekki að njóta phiphi alveg nógu vel sökum threytu og vegna thess að við fýluðum enganvegin thá strönd sem við vorum á en hún var einfaldlega allt of crowded, allt liktaði illa og var allt of mikið af fyllerísliði. Við enduðum á að vera bara eina nótt og fórum til baka á krabi thar sem við eyddum seinustu 2 dögum af vísanu okkar í rólegheitum og góðu veðri. Thegar í heildina er litið var suður tæland algjör snilld og að okkar mati must to do í asíu!

3 comments:

Mamma Rut said...

Takk fyrir ferðasöguna snillingar ;)
knús frá okkur ;)

Silla said...

Alltaf jafn gaman ad fylgjast med ferdum ykkar elskurnar minar. Hlakka nu samt hrikalega til ad fa ykkur aftur heim (",)

Anita og ellert said...

Gott ad heyra ad thid seud entha ad lesa bloggid. hlokkum ekkert sma til ad sja ykkur. Knus fra indonesiu :)