Thursday, July 26, 2012

Kambódía

Eftir æðislegar 2 vikur í Vietnam ákváðum við að skella okkur líka til Kambódíu sem við ætluðum okkur aldrei en sjáum alls ekki eftir. Til thess ad komast til Pnomh Penh í Kambódíu thurftum vid ad taka rútu sem gekk alveg ljómandi vel, maður sá strax hversu nice fólkið er í kambódíu miðað við víetnama en höfðum einmitt heyrt thad ad fólkið thar væri rosalega almennilegt. Thad var tho einn víetnami í rútunni sem fór að spila musik í simanum sínum eins og við vorum orðin svo vön frá thvi í víetnam! En thar sem að thetta var næturrúta ákvað ellert að taka upp heyrnatól til thess að sýna félaga okkar að svoleiðis væri til en neinei hann hristi bara hausinn og hélt áfram að spila, thad var ekki fyrr en að ellert fór úr sandölunum sínum og sló theim saman við eyrun á honum aftur og aftur thar til maðurinn loksins slökkti á musikinni! Við bókuðum okkur inn á ágætis hótel með Emmu og James og var planið að fara öll saman í Killing fields og að skjóta deginum eftir, á afmælisdeginum hans Ellerts. Thad plan gekk ekki alveg upp thar sem James vaknaði með bólgið andlit og thurfti að fara strax á spítala. Hann fann breskan læknir starfandi í Kambódíu og fór strax til hans í blóðprufur. Seinna um kvöldið kom í ljós að thessi læknir hafði verið kærður barnaníðingur og var thessvegna starfandi thar. Við Ellert héldum samt okkar plani thann dag og fórum með tuktuk að skot svæðinu. Við keyrðum inn um hlið thar sem karl stóð í hermanna búning, með byssu að hleypa okkur inn. Thegar við vorum komin inn um hliðið var thað eina sem við sáum tuktuk með tvo útdópað gæja með 3 hórur með sér. Annar gæjinn spurði okkur hvar við værum eiginlega thvi their höfðu beðið tuktuk bílstjórann sinn um að fara með sig á spítala vegna einn theirra var hjartveikur en bílstjórinn hafði farið með thá á skotsvæði í staðin og héldu karlarnir að their væru komnir í fangelsi. Thetta var allt mjög skrítið en við fórum síðan að velja okkur hvernig byssu við vildum skjóta úr. Hægt var að skjóta úr alls kyns byssum og einnig hægt að kasta handsprengju og skjóta belju með basúkku. Ellert valdi sér AK47 og Anita M16 sem voru báðar notaðar mikið í Kambódíska stríðinu fyrir 30 árum. Eftir að við vorum búin að skjóta héldum við með tuktuknum okkar að Killing Fields sem er safn frá Kambódíska stríðinu og tók thað mikið á vegna thess að við sáum föt, tennur og bein út um allt á jörðinni og vorum við með heyrnatól sem sagði okkur alla söguna frá thessu stríði. Sá maður sem stjórnaði kambódíu fyrir 30 árum vildi útríma öllum í landinu og tókst honum að gera thad við 1/3 kambódíumenn. Eftir Killing Fields fórum við og skoðuðum gamallt fangelsi sem hafði einnig verið notað í stríðinu. Í fangelsinu sáum við klefana sem fólkið var geymt í, fullt af ógeðslegum ljósmyndum og blóðslettur um öll gólf. Eftir thennan horbjóð var kominn tími til að dekra við afmælisbarnið og fórum við og fengum okkur góða pítsu. Um kvöldið fórum við með Emmu og James á fínan veitingarstað en var ekki enthá komið í ljós hvað var að James nema að læknirinn hélt að thetta væri Mumps. Við enduðum kvöldinu á nokkrum bjórum á rooftopbarnum á veitingarstaðnum. Eftir einn frábæran dag í Pnomh Penh hélt leið okkar til Siem Reap í norður Kambódíu og bókuðum við okkur inn á fínt hótel með sundlaug. Um kvöldið röltuðum við um bæinn sem er mjög lítill og kósý. Á götunum voru milljón börn að betla um mjólk og auðvita fór Anita inn í búð með einum litlum sætum strák að kaupa barnamjólkurduft fyrir hann. Við pöntuðum okkur tuktuk sem átti að koma og sækja okkur klukkan 4 um nótt til thess að fara og sjá sólarupprás hjá Angkor Wat en við snillingarnir sváfum yfir okkur og vorum miður okkar thegar við sáum að tuktuk driverinn var búinn að bíða eftir okkur í 4 klukkutíma. Við borguðum honum 5 dollara og báðum hann um að koma aftur næstu nótt. Angkor Wat var stórkostlega fallegt og algjört must Að sjá sólarupprás thar. Eftir Angkor Wat fórum e að skoða templeið thar sem Tomb Raider myndin var tekin upp. Eftir 3 mjög skemmtilega daga hélt leið okkar til Bangkok aftur thar sem við hittum Eyjó, Helgu, Líney, Dóra, Magga og Guðrúnu og fórum við strax um kvöldið öll til Koh Phangan og hittum við thar Möggu og Thorhildi. Full Moon á Koh Phangan var algjör snilld en tid fáid að heyra um tad seinna :)

1 comment:

Mamma Rut said...

Ég missti mig alveg þegar ég sá Ellert í anda vera að berja sandölunum sínum við eyrun á Víetnamanum ;) ....og einnig að heyra að þið sváfuð yfir ykkur og bílstjórinn ykkar beið ...og beið. En flott hjá ykkur að fara og sjá sólarupprásina. Enn og aftur sé ég líka hvað þið eruð að upplifa ótrúlega hluti. Þetta verður heill hellingur sem þið eruð búin að safna í reynslubankann og gott veganesti í lífinu. Sjóndeildarhringurinn ykkar hefur heldur betur verið víkkaður á þessu ferðalagi. En nú vil ég fara að sjá ykkur koma heim .... þúsund kossar og knús frá okkur ;)