Eftir Tæland hélt leið okkar til Malasíu og bókuðum við rútuna og ferjuna á hótelinu okkar. Ferðin var mjög skrautleg thar sem við vorum fyrst keyrð í mínívan að næstu rútu sem var localbus. Í theim strætó sátum við með infæddum múslimum, já Malasía er Múslima ríki sem við höfðum ekki hugmynd um. Eftir thessa rútu kom leigubíll að sækja okkur en hann henti okkur út fljótlega og borgaði TukTuk fyrir að keyra okkur að bátnum. Thegar við sátum og biðum eftir bátnum kynntumst við tveimur þýskum stelpum og enduðum við á thvi að taka öll leigubíl saman og finna okkur hótel á cenang beach Langkawi. Nánast öll hótel voru uppbókuð sem við skoðuðum og enduðum við thessvegna ekki á sama hóteli og stelpurnar. Við Ellert fundum okkur loksins sæmilegt hótel um kvöldið og fórum svo strax á MC'D og fengum okkur mc chicken máltíð á 250 kr. Daginn eftir fórum við á ströndina sem var mjög nice og voru flestum dögum eytt thar. Eftir 5 daga thegar við komum heim eitt kvöldið sáum við eitthvað skrítið inni á baðherberginu okkar. Thad var allt útí eh hvítu sem líktist stórum gulum hrísgrjónum. Við skoðuðum thetta nánar og sáum við þá að thetta voru milljon lifandi ormar. Við vorum búin að pakka á 10 sekundum og komin út úr thessum viðbjódi undir eins. Við höfðum einmitt á sama hótel herbergi séð 3 þúsundfætlur og vöknuðum einnig fyrri nóttina með þvílíkum látum þar sem Anita hélt að það væri einhver að reyna að brjótast inn, en neinei, það var risa kakkalakki að vesenast í skópokanum okkar á gólfinu. Klukkan var eitt að nóttu þegar við vorum komin út úr horbjóðinum og fórum strax að leita okkur að nýju herbergi og enduðum á því að bóka okkur inn á algjört luxus hótel sem við áttum vel skilið. Eftir góða viku á Langkawi hélt leið okkar til Pulau Perhentian sem er fallegasta eyja í heimi með kristaltærasta sjó. Við bókuðum thá ferð með ferðaskrifstofu við hliðin á hótelinu okkar á Langkawi og var sú ferð HRÆÐINLEG. Við byrjuðum á því að vera sótt með leigubíl á hótelinu okkar og vorum keyrð að ferjunni, eftir ferjuna biðum við með fullt af öðrum túristum sem voru líka að fara til Perhentian en þegar rútan fór var okkur Ellerti bent á að fara í aðra rútu heldur en allir aðrir sem okkur fannst mjög skrítið. Eftir rútuna átti síðan að bíða leigubíll með nafninu Anita sem átti að skutla okkur að bátnum en auðvita var enginn kominn að sækja okkur. Við settumst og biðum í von um að einhver myndi koma og sækja okkur en nei. Við biðum í algjöru krummaskuði í 3 tíma umkringd af rottum og kakkalökkum sem við erum nú orðin mjög vön. Eftir 3 tíma gáfumst við upp og fundum okkur leigubíl sem fór með okkur að höfninni. Til Perhentian Island fórum við með speedbát og vorum búin að ákveða að vera á Longbeach sem er lang fallegasti staður sem við höfum nokkurn tíman komið á. Við héldum að við hefðum séð kristaltæran sjó í suður Tælandi en það er ekki hægt að líkja því saman. Við vorum á thessari paradísareyju í 5 daga og fórum meðal annars í 2 snorkling ferðir thar sem við syntum með allskonar fiskum, risaskjaldbökum og hákörlum!!! Í hótelgarðinum okkar voru fullt af Baracudas og brá okkur ekkert smá þegar við hittum einn þannig. Baracudas eru eðlur en eru alveg eins og krókudílar í laginu og einnig jafn stórir. Perhentian er sá staður sem hefur staðið hvað mest upp úr af öllum eyjum og strandarstöðum sem við höfum komið á. Ólýsanleg fegurð og ólýsanlegur sjór sem við mælum með að allir sjái. Frá Perentian hélt leið okkar til stórborgina Kuala Lumpur. Þegar við vorum komin á megiandið frá Perhentian vorum við enþá á sundfötum og vorum búin að gleyma að það væri stranglega bannað í múslíma ríkjum. Anita var hundskömmuð af manni sem labbaði framhjá og benti henni að fara straxinn á klósett í fleiri föt og gerðum við það strax. Rútuferðin til KL gekk mjög vel en var þó styttri en við bjuggumst við og komum við þessvegna um miðja nótt. Leigubílstjórinn okkar tók okkur svo á vitlaust hótel svo við þurftum að labba um og spurjast til vegar en voru þó fáir á ferli. Við enduðum á því að taka annan leigubíl og steinrotuðumst svo upp á hótelherbergi. Daginn eftir fórum við að skoða tvíburaturnana sem eru alveg magnaðir og röltuðum svo um allan bæjinn. KL er geðveik borg með 1000 af mollum út um allt og fullt af flottum háhýsum og byggingum. Við eyddum 2 dögum í að skoða KL og var rosalega erfitt að labba inn í öll þessi flottu moll en geta ekki keypt sér neitt. Eftir 2 æðinslegar vikur í Malasíu tók við næsta stórborg, Singapore en þið fáið að heyra um það seinna.
No comments:
Post a Comment