Frá Kuala Lumpur til Singapore tókum við nætur rútu sem tók um það bil 6 klst. Á leiðinni fórum við í gegnum tollinn og pössuðum við okkur þar að vera alls ekki með tyggjó í farangrinum, vegna þess að við höfðum lesið í bókinni okkar, Southeast Asia on a shoestring, að það væri stranglega bannað að koma með tyggjó inn í landið vegna hreinlætis.
Við komum á áfangastað með rútunni um miðja nótt og fórum við þá að rölta um til að leita okkur að hótelherbergi. Það var mikill verðmunur á herbergjum í Singapore í miðað við alla aðra staði sem við höfðum verið að ferðast á og enduðum í herbergi sem við borguðum um 12000 kr. fyrir nóttina.
Daginn eftir löbbuðum við um þessa fallegu borg og reyndum að skoða sem mest. Við skoðuðum mollið hjá Marina Bay Sands hótelinu sem var það flottasta sem við höfum séð. Inni í því var skautahöll, bíó, leikhús, casino, gondólar sem sigldu um á vatni og fullt fleira. Um kvöldið skoðuðum við Marina Bay Sands hótelið og fengum VIP passa upp á rooftopbarinn og að skoða sundlaugina. Á barnum fengum við okkur einn kaldann og horfðum á sólsetrið sem var engin smá fegurð.
Þar sem það er ótrúlega dýrt að lifa í Singapore ákváðum við að vera þar aðeins í einn dag, en snillingarnir við pöntuðum flug á vitlausum degi og þurftum að kaupa aðra nótt. Við fundum okkur lítið herbergi fyrir 8000 kr. og flugum daginn eftir til Bali í Indónesíu.
Í heildina er Singapore rosalega flottur staður og sérstaklega fyrir fólk sem á pening :)
No comments:
Post a Comment