Wednesday, March 21, 2012

Asíureisan

Eftir tvo mánuði þann 26. maí munum við Ellert leggja á stað í þriggja mánaða reisu. Til þess að komast til asíu þurfum við að fljúga til Danmerkur og þaðan áfram til Thailands. Við munum millilenda í Qatar sem er í Saudi Arabíu og þaðan áfram til Bangkok.

Hér er smá video sem sýnir helstu staði sem við ætlum að heimsækja, Thailand, Laos, Kambódíu, Vietnam, Malaysia, Singapore og Indonesia. Það vantar þó fullt af eyjum eins og t.d. Perhentian, Ko phi phi, Koh Samui o.fl.





-Anita
______________________________________________________


það er ekkert sem mér finnst skemmtilegra en að ferðast um heiminn. Ég hef ferðast mikið og heimsótt 17 mismunandi lönd og flest þeirra oftar en einu sinni. Ég hef átt heima í Bretlandi, Danmörku og Íslandi og hef þessvegna ferðast mest um á þeim stöðum.
Þau lönd sem ég hef heimsótt eru:
  1. Ísland (nánast alls staðar)
  2. Danmörk (nánast alls staðar)
  3. Bretland (London, Newcastle o.fl.)
  4. Skotland (Edinborg)
  5. Svíþjóð (malmö, stockholm, trysil (skíði) o.fl.)
  6. Noregur (Oslo, Hemsedal (skíði) o.fl.)
  7. Þýskaland (Berlín o.fl.)
  8. Austuríki (ZillerTal, Wagrain (Skiði)
  9. Sviss (man ekki hvar)
  10. Ítalía (Garda vatn, Feneyjar, Selva (skíði) o.fl.)
  11. Frakkland (París, nánast allt suður frakkland)
  12. Monaco
  13. Tékkland (Prag)
  14. Spánn (Mallorca, Tenerife, Kanarí, Alicante, Torrevieja)
  15. Tyrkland (Bodrum, Antalya)
  16. USA (New York)
  17. Belgíu
Heimsreisan er eftir 2 mánuðu og mun þá bætast við 8 ný lönd á þennan lista, GET EKKI BEÐIÐ :)
Tyrkland 2010
-Anita
______________________________________________________